Misþyrming - Ég Byggði Dyr Í Eyðimörkinni Тексты

Ég byggði dyr í eyðimörkinni
Reisti þær í buska
Glæsilegar úr hlyn
Skreyttar blómamynstri
Liljur og rósir
Vafðar saman
Í fléttum
Spíral
Gullnu sniði
Og náttúruformum sem hafa ekki nafn

Langt í fjarska
Í braut frá öllu
Stóðu dyrnar
Stórar, yfirþyrmandi
Læstar

En ekki hafði ég lykilinn

Mikið ofboðslega langaði mig í gegn
Ég ráfaði um eyðimörkina ráðlaus
Dögum, vikum saman
Sólin, sandurinn og heitur vindurinn
Tættu mig

Óbærileg var mér sú ferð
þAr til ég loks fann lykilinn
þÁ fylltist ég vonarlosta
Ég spratt af stað
Lengst út í buska
En dyrnar voru hvergi
Líkt og þær hafi aldrei verið reistar
Этот текст прочитали 132 раз.