Dikta - Engin Orð Тексты

Ég finn engin orð
til að lýsa mér að innan
Farðu, fljúgðu burt
mér er sama, mér er sama

Þú finnur það sem þú leitar að
en vilt samt meira
Þú missir það sem þú leitar að
og sérð loks eftir því

Farin… flogin burt…

Ég sé engin orð
til að lýsa tilfinningum
Finn þó ennþá til
þér er sama, þér er sama

Þú finnur það sem þú leitar að
en vilt samt meira
Þú missir það sem þú leitar að
og sérð loks eftir því

Farin… flogin burt…

Hann líður og bíður endalaust
geysist áfram, stoppar aldrei
Við fljótum með straumnum niður á við
fossinn nálgast, hjálpaðu okkur
Hægðu á, hættu!
Vertu góður!

Og hann ber oss á bakinu sem brotnar brátt
og þá við skiljum
þá við skiljum

Og hann ber oss á bakinu
og hann ber oss á bakinu
og hann ber oss á bakinu sem brotnar brátt
og þá við skiljum
þá við skiljum
þá við skiljumst
Этот текст прочитали 168 раз.