Ég týndi sjálfri mér
Í burknaflóði augna þinna
-orustan er hafin
ég synti á flótta
undan þrálátri þrá minni
Vængir mínir voru veikir
hrasaði í stiga sársaukans
-orustan ágerist
þú fórst og þú hlóst
ég dróst á eftir í örvæntingu
Ég var saklaus og góð
þú varst vondur maður
Afhverju sveikstu mig?
Því léstu mig bíða?
Tilfinningar þessar svíða, svíða...
Blikar á banaspjót
blóðugur akurinn
-orustan í algleymi
Stríðfákar hjarta míns
tróðu fótum hatur þitt
Ég fann mig á floti
á öldum sigursins
-orustunni er lokið
Nú geng ég frjáls
frá fjötrum lostabanda þinna
Ég var saklaus og góð
þú varst vondur maður
Afhverju sveikstu mig?
Því léstu mig bíða?
Tilfinningar þessar svíða, svíða...
Ég sigra, ég sigra...
Dieser text wurde 195 mal gelesen.